Afterthought Heel námskeið
Komdu og lærðu af Prjóneu.
Hún er meistari í sokkaprjóni með sérþekkingu á hælum.
Prjónea er sokkaprjónakona til margra ára og kemur með litríku sokkana til okkar. Hún Magnea Arnardóttir er kennari sem býr í Reykjavík og kennir sokkaprjón í frítímanum sínum.
Hún er með instagrammið @prjonea
Eftir á ísettur hæll (e. Afterthought heel) námskeið
Lærum að prjóna hæl í sokk eða sokkasnák eftir á án þess að setja aukaband eða annað á meðan sokkurinn er prjónaður.
Gott er að koma með prjónaðan hólk eða sokk. Ekki nauðsynlegt en betra svo hægt sé að prjóna hælinn strax þá lærist það betur.
Kosturinn við eftirá ísettan hæl er að hægt er að ákveða staðsetningu hælsins eftirá.
Námskeiðið er frá kl.10-13 með stuttri pásu. Sunnudaginn 12. október.
Það fylgja 2x Pinta hespur með námskeiðinu sem hægt verður að prjóna úr fallega sokka og í ýmis verkefni. Pinta er mjúkt og með fallega áferð. Samansett af 60% merino ull, 20% silki og 20% Remie.
Verðið er 14.900kr. Hægt er að velja að fá 2x handlitaðar Pinta hespur og þá kostar námskeiðið 15.900kr.
Valið er garnið á staðnum.
Á meðan á námskeiðinu stendur verður 15% afsláttur af öllum vörum í versluninni okkar.
Það þarf að taka með sér prjóna nr.3-4 á námskeiðið (Hægt er að kaupa á staðnum). Eins og er nefnt hér fyrir ofan er gott að vera búin að prjóna hólk eða sokk, en það þarf ekki og þá væri auðvitað tekið það verkefni og prjón með sér.
10% afsláttur er þegar tekin eru bæði Fish Lips Kiss Heel og Afterthougt námskeiðin hjá Magneu.